Niðurgreiðsla ESB á búvörum.

Íslenskir ESB vinir og heildsalar halda þeim falska áróðri mjög á lofti, að flytja þurfi meira inn af kjöti frá Evrópu til "að neytendur geti notið lægra verðs". En þeir sleppa því að upplýsa neytendur um að kjötið frá Evrópu er framleitt með mikilli sýklalyfjagjöf til að halda niðri sjúkdómum í skepnunum. Jafnframt sleppa þeir því að upplýsa neytendur um að sama kjöt er stórlega niðurgreitt af styrkjakerfi ESB.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts er niðurgreitt um 33-45% sem hefur leitt til vandamála í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til. Á sama tíma neyðir ESB viðskiptalönd sín til að setja blátt bann við niðurgreiðslu búvara og setur á þau lágmarksverð sem kemur í veg fyrir að þau geti selt þær afurðir á lægra verði en evrópskir framleiðendur á innri markaði. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband