Steinaldarlandbúnaður

sri-lanka-1037002_960_720Á Sri lanka hefur verið hungursneyð, bændur hafa verið látnir taka upp "lífrænan" landbúnað og fá ekki nægan tilbúinn áburð, uppskeran er því rýr. Hollenskir bændur eru næstir, þeir eiga nú að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, sérstaklega hláturgass (köfnunarefnissýrings) með því að farga búfé og minnka áburðarnotkun. Kanadískir bændur sjá fram á þrot, leiðtogar landsins eru langt leiddir af loftslagsbábiljum og vilja að bændur fari í búhætti steinaldar. Þó hefur mistakastjórnin sunnan landamæranna vinninginn, hún ætlar að eyða 370 milljörðum í loftslagsvána!

Eins og lesendum Frjáls lands er kunnugt er engin loftslagsvá í aðsigi. Gróðurhúsalofttegundirnar svokölluðu, koltvísýringur og haugloft, frá mönnum hafa ekki mælanleg áhrif á loftslag, sama er að segja um köfnunarefnislofttegundirnar frá húsdýrum, ræktarlandi og áburði, þær verða að jurtanæringu í hringrás Jarðarinnar. Heilaþvegnir stjórnendur Sri lanka, ESB-Hollands, Kanada og Bandaríkjanna eru að reyna að koma á búskaparháttum steinaldar á fölskum forsendum. Þeir verða settir af.

En EES-samningurinn tryggir að röðin kemur að okkur að taka upp steinaldarbúskap.

Valdasjúklingar og gróðabraskarar World Economic Forum hafa tekið grænu tískuna í gíslingu og vilja koma á "Great Reset"-byltingu sem þýðir að við verðum að hætta að borða kjöt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband