Ráðuneytið staðfestir sæstreng

Iðnaðarráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna viðtals Bændablaðsins við formann garðyrkjumanna, í yfirlýsingunni segir:

"Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum."

Nýjasti PCI listi Framkvæmdarstjórnar ESB (Projects of Common Interest)var gefin er út í apríl 2018, um hann segir:

"Every two years since 2013, the European Commission draw up a new list of PCIs. On 24 November 2017 the Commission published, as part of the third state of the energy union report, its third list of PCIs,"https://ec.europa.eu/energy/en/topics/infrastructure/projects-common-interest

Á þessum lista er Icelink, sæstrengur til Íslands, sem eitt forgangsverkefni í endurnýjanlegum orkugjöfum.Í tæknilegri lýsingu segir um verkefnið:

"1.13 214-1082 1.13 Interconnection between Iceland and United Kingdom [currently known as "Ice Link"]*

1.13 Iceland to UK 1.13 National Grid Interconnector Holdings Limited (UK) Landsnet hf (IC) Landsvirkjun (IC)

1.13 A new HVDC subsea cable of approximately 1000 km and with a capacity of approximately 800-1200 MW between the UK and Iceland (onshore and offshore), Further details of technology and voltage to be fixed at a later stage.

1.13 Under consideration 1.13 2027"

ÞESSI STAÐFESTING Á AÐ "ICELINK" ER Á PCI LISTA ESB, ER ÞVÍ MEÐ SAMÞYKKI VIÐKOMANDI ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA.-RÁÐUNEYTIÐ STAÐFESTIR ÞAÐ MEÐ YFIRLÝSINGUNNI SEM VITNAÐ ER Í HÉR AÐ OFAN. 

ÞAÐ ER ÞVÍ STEFNA STJÓRNVALDA AРVINNA AÐ AÐ LAGNINGU SÆSTRENGS, ENDA HEFUR LANDSVIRKJUN UNNIÐ SLEITULAUST AÐ VERKEFNINU Í UM ÁRATUG OG RÁÐUNEYTIÐ KOSTAÐ MARGAR ÚTTEKTARSKÝRSLUR UM MÁLIÐ. ENGU AÐ SÍÐUR AFNEITAR RÁÐUNEYTIÐ VERKEFNINU,-EINS OG EINHVER SILFURPENINGUNUM. HEFUR HANINN GALAÐ ÞRISVAR?

PCI listi 2018


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svikin í verki við réttarstöðu Íslands standa þarna afhjúpuð. Ráðfrúin Reykfjörð þarf í dag að leiðrétta þessa opinberu blekkingar-yfirlýsingu ráðuneytisins með nýrri yfirlýsingu ... eða segja af sér ella!

Jón Valur Jensson, 6.11.2018 kl. 09:39

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þunginn í áróðrinum fyrir 3ja orkupakkann segir allt sem segja þarf. Ef ekki væri fyrir þennan sæstreng væri engin ástæða til að pressa á samþykkt. Við værum látin í friði, en í staðinn eru endalausir sérfræðingar látnir vitna um ógæfuna sem á okkur  mun dynja ef við samþykkjum ekki. Líkist óneitanlega Icesave áróðurinum.

Ragnhildur Kolka, 7.11.2018 kl. 10:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, af þinni glöggskyggni, Ragnhildur!

Jón Valur Jensson, 7.11.2018 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband