Fiskari

eu-flageurope-1045334_960_720Erindreki Evrópusambandsins (Alþingi) hefur fyrirskipað að sjómenn skuli kallaðir fiskarar! Það komu 7 EES-tilskipanir frá Brussel sem settar voru í lög.

Þý Brussel telur sig nú þess umkomið að afnema hugtak í elsta lifandi tungumáli Norðurálfu og setja í staðinnn orðskrípi sem ekki er til í málinu.

"Fiskari er hver sá eða sú sem starfar eða er ráðinn eða ráðin til vinnu á fiskiskipi, þ.m.t. þau sem ráðin eru upp á aflahlut. Hafnsögumenn, löggæsluaðilar, aðrir aðilar í fastri þjónustu hins opinbera, starfsmenn í landi sem sinna störfum um borð í fiskiskipum eða eftirlitsmenn með fiskveiðum teljast ekki vera fiskarar." https://www.althingi.is/altext/152/s/1307.html

(Brusselþýið hafði þó gáfur til að taka fram að hafnsögumenn og eftirlitsmenn teljist ekki vera fiskarar)

Ath. Á Norðurlöndum er til orðið fiskare og virðist liklegt að einhverjir skrifarar hafi gripið það þaðan.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/01/05/sjomenn_segja_fiskara_ut_i_hott/


Bloggfærslur 5. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband