Stórveldið okkar megin

pence1155695.jpgÖflugasti bandamaður Íslands, Bandaríkin, sendu sinn varaforseta í heimsókn til að staðfesta vináttu og ræða stjórnmál og viðskipti. Bandaríkin hafa í raun verið ábyrgðarmaður þjóðfrelsis Íslendinga sem Mike Pence var greinilega meðvitaður um og minntist 75 ára afmælis sjálfstæðisins. Hann ræddi helstu sameiginlegu hagsmunamálin: Viðskiptin sem hafa verið hornreka síðan EES skall á og þarf að auka og gera frjálsari. Samvinnu í vísindum, tækni og menntun en Bandaríkin eru þar í fremstu röð á flestum sviðum. Hann ræddi Norðurskautssvæðið og ásókn útþensluvelda sem ekki eiga land að því. Og um varnir og öryggi á norðurslóðum.

Það var hrein upplyfting að fá Pence í heimsókn eftir að hafa fengið þýskan og norðurlanda ráðherra sem töluðu mest um tískustjórnmál sem skila okkur engu nema kostnaði. Vináttan við Bandaríkin er gulls ígildi fyrir Íslendinga og verður áfram forsenda þess að Ísland geti haldið einhverju frelsi og sjálfstæði og verður afgerandi þegar farið verður í að endurheimta fulla sjálfstjórn landsins með uppsögn EES-samningsins.

Ræða Pence við Höfða

 


Bloggfærslur 5. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband