Loftslagsmál - Ekki er hlustað á gagnrýni sérfræðinga.

Loftslagsmál:

Umræðan um loftslagsmál á Íslandi minnir mjög á umræðuna um orkupakka ESB. Öll gagnrýnin sjónarmið er kaffærð með engum rökum af stjórnvöldum, kolagrænum VG og öðrum fylgifiskum sem fylgja í blindni trúboði SÞ og ESB og nýta sér loftslagsmál sem skattstofn fyrir hið opinbera, hækka kostnað framleiðslu og neytenda, þó þau segi annað í orði.

ESB leiðir þessa umræðu í Evrópa og tengir hana stefnu sinni í orkumálum þar sem næstum ímyndaðar lofttegundir er umbreytt í markaðsvöru til verslunar. Bráðnun jökla og íss í Norðurhöfum, sem lengi hafa sveiflast með hitastigi samkvæmt borkjörnum úr Grænlandsjökli, er orðin tákn um „loftslagsógnina“ og réttlæting allrar lagasetningar ESB á þessum sviðum hjá „Kolefniskórnum“ á Íslandi.

SÞ segja manngerðan kolefnisbruna ástæðu hitnunar andrúmsloftsins og aukningu kolefnis í andrúmsloftinu að áliti 1.000 vísindamanna (ekki allir sérfræðingar) og spáð er ragnarökum svo ungt fólk sér enga framtíð fyrir sér, slík er umræðan í boði þessa hóps, þar á meðal forsætisráðherra Íslands sem hefur predikað trúna.

Andstæð sjónarmið mun fleiri sérfræðinga í Evrópu, USA og víðar hafa ekki átt upp á pallborðið í umræðunni.

500 Sérfræðingar senda SÞ beiðni um umræður um loftslagsmál.(Sjá meðf. skjal í íslenskri þýðingu)

https://clintel.nl/prominent-scientists-warn-un-secretary-general-guterres/

31.487 Sérfræðingar sendu frá sér svipaða ítarlega samantekt með gögnum fyrir 12 árum.

http://www.petitionproject.org/gw_article/Review_Article_HTML.php


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 25. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband