Brussarnir vilja íslenska orku

burfellsvirkjun_1352989.jpgBrussel ætlar að ráðskast með íslenskar orkulindir, reyndar hefur tilskipanafarganið þaðan þegar gert mikinn usla í orkumálum okkar. Við lifum á orkunni, 1/3 af gjaldeyristekjum okkar er frá iðnaði og lang mest frá orkuiðnaði, orkan knýr atvinnulífið og heimilin. Rafmagnið var á hóflegu verði þar til ESB fór að skipta sér af. Nú er það að verða of dýrt og kominn uppgjafatónn í iðnaðinn og vaxandi orku sólundað í tískufyrirbæri eins og rafbíla á kostnað skattgreiðenda. Orkufyrirtækin okkar eru farin að okra á atvinnulífinu og heimta tvöfalt hærra orkuverð en í samkeppnislöndum okkar. Þegar sæstrengurinn kemur mun hann taka nærri helminginn af öllu virkjanaafli okkar, 1200 megavött og meira fer svo seinna.

Það þarf að loka útflutningsfyrirtækjum, virkja meira og kasta upp dýrum og ljótum vindmylluskógum til að mata sæstrenginn. En Bretar þurfa ekki íslenska orku þó þeirra menn ætli að leggja strenginn, þeir eiga nægar gaslindir og eru að byggja kjarnorkuver við Hinkley Point sem er stærra en allar virkjanir á Íslandi til samans. En það eru brussarnir sem ætla að njóta góðs af orkunni frá Íslandi. Þeir ætla að loka sínum orkuverum.


Bloggfærslur 1. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband