Skítugasta land í heimi?

Raforkufyrirtæki landsins í almannaeigu SELJA 89% af hreinni orku sinni til ESB á hverju ári sem losunarheimildir (á pappírum), en þurfa að taka sama magn af "skítugri orku" í staðinn.

Þannig telst Ísland LOSA LANDA MEST af gróðurhúsalofttegundum pr. íbúa í heiminum. Græðgi íslenskra raforkuframleiðenda veldur þessu. Það hlálega er að Ísland þarf að KOLEFNISJAFNA þetta með gróðursetningu, moka ofan í skurði, leggja á kolefnisgjöld, borga í Loftlagssjóð Sameinuðu Þjóðanna og væntalega kaupa losunarheimildir á markaði í ESB.

Iðnaðarráðherra finnst þetta í lagi, af því að þetta séu góðar tekjur fyrir fyrirtækin og Forsætis- og Umhverfis-ráðherrar Vinstri GRÆNNA finnst þetta "í góðu lagi".

Þessir ráðamenn eru ómarktækir í umræðu um loftlagsmál í ljósi þessa tvískinnungs.

Allt er þetta í boði umhverfis/loftlagsstefnu ESB/EES, þar á að leysa loftlagsmálin með markaðslausnum og skattlagningu!!

 orkusala-2018

 

 

 

 

 

 

 

 

http://www.bbl.is/frettir/frettir/losum”-19-tonn-af-geislavirkum-urgangi-og-88-milljon-tonn-af-co2-vegna-raforkuframleidslu/

 


Bloggfærslur 6. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband