Skemmt orkukerfi

raflinurdalvik1177731.jpgSkemmdin byrjaði 2003 þegar EES-tilskipun splundraði orkufyrirtækjunum í lítil og óburðug fyrirtæki sem ráða ekki við að halda orkukerfinu gangandi. Landsnet var klofið  úr Landsvirkjun og á að hafa stóru raflínurnar í lagi en hefur ekki getað það. Bygging orkumannvirkja krefst öflugs fyrirtækis eins og Landsvirkjunar sem ræður við umhverfisreglufarganið og stofnanakraðakið. Landsvirkjun græðir nóg fé til að leggja línur og byggja virkjanir. Og RARIK líka, gróði þessara almannafrirtækja á að fara í uppbyggingu en ekki í hítina hjá ríksisjóði meðan orkukerfið grotnar.

Það þarf að endurreisa öflugu almannaorkufyrirtækin úr reglukviksyndi EES og skilgreina þeirra verksvið betur. Núverandi reglufargan, umhverfisofstæki og leyfisveitingakerfi standa í vegi fyrir uppbyggingu orkukerfisins.

EES skaðar orkukerfið


Bloggfærslur 13. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband