Frjálsar hendur bjarga

euro_burdenvector-illustrationbusinessmans-burden-money-economic-600w-1285597885.jpgÞað getur verið dýru verði keypt fyrir smáríki að gera bindandi samninga við stærri ríki eða alþjóðastofnanir sem eiga að veita því skjól. Reynsla Eystrasaltslandanna er víti til varnaðar en ríkin guldu dýru verði að hafa ekki sjálfstæði í peningamálum og ríkisfjármálum í fjármálakreppunni 2008.

-"Eystrasaltsríkin kusu ekki um evruna - það er ljóst að hagsmunir þjóðanna voru fyrir borð bornir. Almenningur var ekki spurður álits. Afleiðingin var skelfileg. Þegar löndin þrjú urðu sjálfstæð voru íbúarnir alls um 8 milljónir - nú búa aðeins um 6 milljónir manna í ríkjunum þremur - þetta er dæmi um hvað skjól getur verið dýru verði keypt fyrir smáþjóðir-"

-"Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að eiga góð samskipti við öll stórveldin - en ég tel óskynsamlegt að gera til dæmis bindandi samninga í efnahagsmálum. Það geta orðið hagsmunaárekstrar en við sáum í Icesave-málinu hvernig Bretar og Hollendingar höguðu sér gagnvart okkur. Það er heppilegt fyrir smáþjóðir að geta leitað til mismunandi aðila eftir því hvernig ástandið er hverju sinni. Ísland var ekki í neinu skjóli 2008 en það reyndist okkur vel. Við höfðum frjálsar hendur og meiri sveigjanleika. Neyðalögin voru t.d. samþykkt án samráðs við nokkurt ríki. Það getur verið betra að hafa frjálsar hendur en að vera bundinn-" (Hilmar þór Hilmarsson).

Mbl 21.11.2019 Baldur Arnarson

 


Bloggfærslur 21. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband