Til að stöðva sýklaburðinn þarf uppsögn EES

image_5062e-mrsa.jpg

 

 

 

 

 

 

Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sagði á ráðstefnu HÍ að sporna verði við innflutningi á erlendum matvælum.  Sýklalyfjanotkun í erlendum landbúnaði auki hættu á útbreiðslu gerla sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógnin við lýðheilsu heimsins í dag (RÚV segir frá 5.1.2019)

Það hefur lengi legið fyrir að eiturefni og sýklar í sláturdýrahlutum frá ESB eru hættulegir lýðheilsu og húsdýraheilbrigði. Með EES-samningnum fékk ESB og erindrekar þess, ESA og EES-dómstóllinn (kallaður EFTA-dómstóllinn) vald yfir innflutningi hrámetis.

Stjórnmálamenn okkar hafa lengi lofað að verja landið fyrir sýklaburðinum en ekki efnt það. Ástæðan er EES-samningurinn sem Alþingi ræður ekki við og yfirkeyrir löggjafann. Eina leiðin til að stöðva sýklainnflutninginn er að segja EES-samningnum upp og setja sýklavarnareglur að kröfum nútímans.


Bloggfærslur 8. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband