Farganið að verða fluginu ofviða

ernir-990x545.jpgEitt af einkennum stjórnarhátta ESB er að ýmsar stofnanir hafa vald til að stöðva lögmæta og eðlilega stafsemi. Í lýðræðis- og réttarríki eins og Íslandi á þetta vald með réttu að vera hjá lögreglu, sýslumönnum og dómurum eða ráðherrum. Stjórnarhættir ESB hafa smitast til Íslands í vaxandi mæli með EES. ISAVIA stöðvaði nýlega rekstur flugvélar hjá flugfélaginu Ernir.

"-ISAVIA-menn hljóta að geta fundið sér eitthvað annað þarfara og árnagursríkara að gera, svo sem að hlúa að grasrótinni í fluginu og reyna að lágmarka ýtrustu kröfur sem berast frá ESB og EES, þannig að reglugerðafarganið verði einkafluginu og sviffluginu ekki ofviða-" Regluverk EES að verða innanlandsfluginu ofviða (Sveinn Björnsson í Mbl 23.1.2019)


Uppburðarleysi í stjórnmálum og umkomuleysi í fullveldismálum?

"Þegar ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafnað, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verður hinn breiði og beini vegur íslensks uppburðarleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í fullveldismálum?"

Olrich


Bloggfærslur 23. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband