ESB ræðst á bandarísk fyrirtæki

googlebar-local-cong-ireland-38286.jpgBandaríkin hafa eytt fúlgum fjár í sjötíu ár í að byggja upp efnahag ESB-landa. En Bandaríkin eru búin að fá nóg, Donald Trump forseti ("America first") er orðinn leiður á að ESB fái endalaust frítt far og opinn aðgang að ameríku á meðan sambandið setur alls kyns höft og kvaðir á amerísk fyrirtæki. Nýlga setti ESB s.k. "persónuverndarlög" sem beindust gegn stóru bandaríksu netfyrirtækjunum (við þurftum að gleypa þau hrá vegna EES, þau eru óheyrilega dýr, ónauðsynleg og stjórnarskrárbrot, en það er kannske alveg sama því nú langar landsölumenn að breyta stjórnarskránni svo vald ESB verði gert löglegt hér).

ESB ætlar nú að setja nýjan skatt á amerísku netfyrirtækin (Mbl 21.1.2019). Þau sæta als kyns árásum og óhróðri í ESB (og líka hér). Líkur eru á að þessi aðgerð gegn bandarísku fyrirtækjunum valdi enn frekari stöðnun og hnignun í ESB og var þó ekki á bætandi. Og Ísland getur smitast vegna EES.


Bloggfærslur 22. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband