Reykjavíkurbréf - "Suma pakka er best að sleppa því að opna"

Það er ástæða til að taka undir allt efni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.

Ísland

"Eng­in skýr­ing hef­ur hins veg­ar verið gef­in á því af hverju hver rík­is­stjórn­in af ann­arri, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til drjúg­an stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopn­um sín­um, birt­ist í sí­fellu með þenn­an ógeðfellda laumuf­arþega inn­an­borðs." 

..."Hér hef­ur aðeins verið nefnd­ur hróp­leg­ur heim­ild­ar­skort­ur til inn­leiðing­ar Þriðja orkupakk­ans. En þess má geta að marg­ir þeirra sem tóku þátt í umræðunum bentu á að efn­is­lega væri þessi inn­leiðing þess utan frá­muna­lega óhag­stæð hinni ís­lensku þjóð og dæm­in sem nefnd voru tóku af öll tví­mæli í þeim efn­um. Það bæt­ist þá við stjórn­ar­skrár­brot­in. Erfitt er að ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlup­ust ekki und­an merkj­um í Ices­a­ve. Þá yrði þetta spurn­ing­in um for­set­ann. Stæði hann með stjórn­ar­skránni og þjóðinni eða klúbbn­um. Svarið er ein­falt. En maður veit aldrei."

Öll greinin hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Flugfargjöldin of há

airplane-climbs-flying-over-sea-towards-sun-sunset-105207563.jpg

Samkvæmt EES-tilskipunum þurfa flugfélögin að kaupa sér heimildir til þess að blása út koltvísýringi. Heimildirnar þarf að kaupa í viðskiptakerfi ESB sem gengur undir nafninu ETS. Kerfið átti að minnka losun en árangurinn hefur verið vafasamur. Aftur á móti er kerfið dýrt og býður heim svindli. Á endanum blæða flugfarþegarnir. Stórfé flyst úr landinu til ESB, og braskara og svindlara þar, sem mætti nýta til uppgræðslu Íslands en eins og kunnugt er nærast jurtirnar á koltvísýringi.

https://www.frjalstland.is/2018/08/31/ees-kostnadurinn-kominn-i-flugmidaverdid/


Bloggfærslur 2. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband