Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála

"Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur ekki skyldu á ís­lensk stjórn­völd um að tengj­ast innri raf­orku­markaði ESB með sæ­streng og regl­ur hans varða ekki á nokk­urn hátt eign­ar­rétt á orku­auðlind­um á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/

Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.

Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.


Bloggfærslur 17. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband