Mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB

norway-mountain-sky-blue.jpgLandsfundur samtakanna Nei til EU í Noregi mótmælir vaxandi völdum yfir norskum málum sem ESB hefur hrifsað til sín í skjóli EES-samningsins

 

Samtökin Nei til EU krefjast þess að ríkisstjórn og þing Noregs stöðvi frekari valdatöku stofnana ESB og virði stjórnarskrá Noregs.

Norðmenn búnir að fá nóg af EES


Að sólunda erfðasilfrinu

sword-treasure-7743442.jpgErfðasiflur Íslendinga, stóra orkuauðlindin í ám og jarðhita, er í hættu. EES-samningurinn hefur opnað erlendu valdi leið til að leggja hana undir sitt vald. Stjórnvöld okkar, af kjarkleysi og hræðslugæðum við ESB, láta nú fyrirtæki í eigu þjóðarinnar vinna með ESB að því að koma afrakstri orkulindanna ónýttum úr landi. ESB ætlast til að Alþingi afsali yfirstjórn orkukerfisins til sambandsins.

Ef orkuauðlindin fer undir fjarlæga stjórn, og verður nýtt með hag annarra í huga, verður fótunum rykkt undan íslensku velsældinni og sómasamlegu siðmenningarsamfélagi í landinu.

Að sólunda erfðasilfrinu


Samtenging við "einangruðu löndin"

Ráðherrar halda því fram að 3 orkupakkinn skapi enga hættu meðan við erum ekki tengd orkukerfi Evrópu með sæstreng og að það sé á okkar valdi að heimila slíka tengingu. Með því viðurkenna þeir að innihald tilskipunarinnar fjalli um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. 72 

Kjarni 3ja orkupakkans kemur fram í 4.5. og 6 inngangsliðum TILSKIPUNAR EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB ,(Samþykkt í EES nefndinni 18.maí 2017,- í tíð Guðlaugs Þórs ),er grunnurinn að öðrum gerðum sem útfæra regluverkið.

4. Þó eru sem stendur hömlur á raforkusölu á jafnréttisgrundvelli og án mismununar eða óhagræðis í Bandalaginu. Einkum er ekki enn fyrir hendi netaðgangur án mismununar og jafnskilvirkt opinbert eftirlit í hverju aðildarríki fyrir sig.

5) Örugg afhending raforku hefur afgerandi þýðingu fyrir þróun evrópsks samfélags, að koma á fót sjálfbærri loftslagsbreytingastefnu og stuðla að samkeppnishæfni innan innri markaðarins. Í því skyni skal þróa samtengingar yfir landamæri frekar, til þess að tryggja framboð allra orkugjafa á sem samkeppnishæfustu verði til neytenda og iðnaðar innan Bandalagsins.

6) Vel starfhæfur innri raforkumarkaður skal veita framleiðendum viðeigandi hvatningu til fjárfestingar í nýrri orkuframleiðslu, þ.m.t. rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum, með sérstaka áherslu á einangruðustu löndin og svæðin á orkumarkaði Bandalagsins. Vel starfhæfur markaður skal einnig tryggja neytendum nægilegar ráðstafanir til að stuðla að skilvirkari orkunotkun, og forsenda þess er örugg orkuafhending.

Í þessu fellst hvati til að þróa samtengingar yfir landamæri og fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum, sérstaklega við "einangruðu löndin". Erfitt er að sjá að Ísland falli ekki undir þessi markmið, ef innleiðingu pakkans verður samþykkt á Alþingi. 


Bloggfærslur 15. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband