Ráðuneytið viðurkennir skráningu sæstrengs hjá ESB

Frjálst land sendi Iðnaðarráðherra fyrirspurn fyrir helgi: 

"Var sæstrengsverkefnið sett á PCI-lista ESB og í framhaldinu á Union lista ESB með samþykki og/eða vitneskju ráðuneytis yðar? Hvenær var það gert?"

Svar ráðuneytisins kom síðdegis í dag.

Í svari ráðuneytisins segir:

"Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 13. janúar 2015 tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki, en að tekið yrði fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim skýra fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í ríkisstjórn var fyrirspurn sem ráðuneytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæstrengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan." 

Ráðuneytið hafði áður sagt; “-Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda-”.

Í fyrirspurn Frjáls lands var bent á að Landsvirkjun og Landsnet væru skráð sem "Promoters" fyrir verkefninu í dag, sem er nú með forgangsstöðu hjá ESB (Union list, sjá skjal). Ljóst er að Landsvirkjun og Landsnet hafa fylgt þessu máli eftir innan orkunets ESB með samþykki ráðuneytisins.

3 orkupakki ESB er regluverk "um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki" ásamt orkuáætlun ESB til ársins 2030. Sæstrengsverkefnið er því hluti áætlunarinnar, sem AtlanticSuperConnection ætlar að framkvæma.

Almenningur er því að sjá djúpt hugsaða áætlun um að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar til annars, en til atvinnusköpunar í landinu.

hrútur


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Burt með verslunarhöftin

fencedachau-wall-barbed-wire-161795.jpgStundum heyrist að það sé ávinningur af EES-samningnum en næstum aldrei hvaða. Enda ekki von, það er erfitt að finna hann. Nema ef vera kynni gæðakröfur á vörur (er ekki örugglega ce-merki á ryksugunni þinni?) Fjölmiðlarnir okkar báru fyrir ekki mjög löngu mikinn aur á lækni fyrir að nota ónýtt silikon í brjóstastækkanir. Svo kom í ljós að "gæðaprófunin" samkvæmt ESB/EES var svindl! Ryksuguframleiðandi í Bretlandi hefur nú komið upp um "gæðaprófanir" ESB/EES: Þær eru greinilega til þess að útiloka alla nema stórfyrirtækin í ESB frá að selja sínar vörur! (Mbl 12.11.2018)

Verslunarhöftin, "gæðakröfurnar", inn á EES-svæðið og Ísland þar með, eru orðin mjög umfangsmikil og útiloka frjálsa verslun við alþjóðamarkaði utan ESB.


Bloggfærslur 12. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband