Færsluflokkur: Evrópumál

Geta orkufyrirtæki í ESB keypt virkjanir og nýtingarrétt að orkulindum Íslands?

hrauneyb4b3bbfacd86a66ESB krefst þess að orkufyrirtækjum í ESB/EES sé veittur aðgangur að íslenskum ám og jarðvarmasvæðum til jafns við íslensk almannafyrirtæki, bæði við byggingu nýrra virkjana og reglulega endurnýjun nýtingarleyfis núverandi virkjana. Ef Ísland hlýðir þessu þýðir það að orkulindir Íslands komast smám saman á forræði stórra erlendra fyrirtækja. Íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að taka af skarið en eru í bréfaskriftum við eftirlitsskrifstofu EES (ESA) um málið.

Úthlutun á nýtingarrétti orkuauðlinda á samkvæmt ESB á að gera i opnu valferli þar sem jafnræðis sé gætt milli fjárfesta í ESB/EES og á grundvelli hlutlægra skilyrða fyrir vali á nýtingarleyfishafa. Tryggja skal að nýtingartími sé ekki lengri en þörf krefur fyrir virkjunaraðila að fá fjárfestingu til baka ásamt hæfilegum arði af fjárfestingunni. Ekki má veita rétthafa forgang til endurnýjunar að þeim tíma liðnum.

Orkufyrirtæki ESB/EES eiga samkvæmt þessu að fá samskonar aðgang að orkuauðlindum landsins, fallvötnum og jarðhitasvæðum, og fyrirtæki í almannaeigu ríkis og sveitarfélaga hafa hingað til fengið, og við fyrirskipaða endurnýjun nýtingarleyfanna fá ESB-fjárfestar tækifæri til að leggja undir sig orkuauðlindir sem nú eru nýttar af fyrirtækjum í almannaeigu.

ESA fyrirskipar stjórnvöldum Íslands að breyta landslögum: „Skrifstofan komst að þeirri niðurstöðu að íslensk löggjöf um veitingu virkjanaleyfa fyrir vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir brjóti EES-lög“ (sjá mál ESA no. 69674 og bréf frá maí 2015 og feb. 2012)

Lög um nýtingarrétt orkuauðlinda ætlaði ríkisstjórnin að leggja fram vorið 2020. (Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi) vegna aðvörunar ESA). Frjálst land spurðist fyrir um hvort stefnan væri að veita ESB-fyrirtækjum sama aðgang að auðlindunum og íslenskum almannafyrirtækjum.

Svar forsætisráðuneytisins (2.4.2020) var að „Við skoðun málsins hafa komið upp rökstuddar efasemdir um að þjónustutilskipunin eigi við um raforkuframleiðslu. Íslensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri vissa er fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti. Frumvarpið sem vísað er til í þingmálaskrá verður því ekki lagt fram á Alþingi á þessum vetri.“

Frjálst land sendi aðra fyrirspurn 16.3.2021 um hvort fengist hefði einhver vissa fyrir hvort Íslandi sé skylt samkvæmt EES/ESB-valdboðum að heimila ESB/EES-aðilum afnotarétt af orkuauðlindum landsins?

Svar forsætisráðuneytisins kom 14.4.2021: „-komu stjórnvöld efasemdum sínum formlega á framfæri við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) síðastliðið sumar og vísuðu meðal annars til nýlegs dóms Evrópudómstólsins varðandi túlkun á þjónustutilskipuninni (dómur í máli Eco-Wind frá 28. maí 2020). Ekki hafa enn borist formleg viðbrögð frá Eftirlitsstofnun EFTA “.

(Vald Evrópudómstólsins (ESB-dómstólsins) á ekki að ná til Íslands en það er og hefur verið brotið í tengslum við EES)

Noregur hefur tekið af skarið og hafnað fyrirmælum ESA og heldur orkulindum á innlendu forræði í Noregi. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/04/190604-Svar-fra-dept-til-esa.pdf

Þann 16.2.2021 lagði Fjármálaráðherra fram: Frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni.

Þar segir m.a. í greinagerð:"Þannig liggur fyrir að nýta þarf land undir vindmyllur og mannvirki vegna annarrar orkunýtingar, t.d. stöðvarhús, stíflur, varnargarða o.fl. Lagt er til að frumvarpið gildi ekki um ráðstöfun landsvæðis undir mannvirki sem þessi. Þar sem tekið er fram að nýting landsins verði að vera í nánum tengslum við nýtingu réttindanna verður að skýra undanþáguna þröngt og má ekki ganga lengra við ráðstöfun landsins en nauðsynlegt er til að tryggja nýtingu auðlindarinnar. Þá skal tekið fram að þótt frumvarpið nái ekki til ráðstöfunar á þessum auðlindum er ekkert því til fyrirstöðu að ríkisaðilar beiti ákvæðum frumvarpsins, eða hafi þau í öllu falli til hliðsjónar, við slíkar ráðstafanir sem fara fram á grundvelli annarra laga."

Í umsögn Landsvirkjunar um frumvarpið hvetur  Landsvirkjun til þes að fjárlaganefnd taki af allan vafa í nefndaráliti um að umrædd löggjöf gildi ekki um vatnsréttindi, jarðhitaréttindi, réttindi til nýtingar vindorku eða landréttindi þessu tengt og skuli ekki beitt um slík réttindi.

Af þessu öllu má sjá að sótt er að orkulindum Íslands og almenningur verður að vera á verði því hagsmunir komandi kynslóða eru í húfi. Almenningur verður að þrýsta á stjórnmálamenn að bregðast ekki þó þeir hafi sýnt af sér mikla linkind í samskiptum við ESB og upptöku laga sem grafa undan yfirráðum Íslendinga á sínum orkuauðlindum.


Landbúnaðarstefna? Hvaðan?

tómatar921179Nú ætlar ríkisstjórnin að koma með "landbúnaðarstefnu" sem byggir á landnýtingu, loftslagsmálum, tækni og alþjóðlegum straumum! (Mbl 1.6.2021) Á mannamáli þýðir þetta að fylla í skurði og fjölga fúafenum, nota lélegri tæki og lélegt og dýrt eldsneyti (s.s. jurtaolíu) og "alþjóðlegur" þýðir að viðskiptum með landbúnaðarvörur verður stjórnað frá Brussel.

Raunveruleikinn, sem stjórnendur landsins þora ekki að horfast í augu við, er að innflutningur á niðurgreiddum landbúnaðravörum frá ESB/EES er að ganga af landbúnaði Íslands dauðum. Með landnýtingu er hægt að rækta og framleiða meira og auk þess betri vöru hérlendis. Með bættri tækni er t.d. hægt að margfalda gróðurhúsaframleiðsluna með því að leiða koltvísýring í rörum frá jarðvarmavirkjunum til gróðurhúsanna. Loftslagsmálin kalla á varnaraðgerðir fyrir landbúnaðinn, það stefnir í kulda og kal (eins og 1960-1990) sem hvorki ESB né ríkisstjórnin geta stöðvað.

Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð


Sviss hafnar Brussel

swiss alpspexels-photo-2382317Sviss hefur nú slitið viðræðum um nýjan viðskiptasamning við ESB eftir 7 ára umleitanir. Landið er ásamt Bretlandi annað af tveim þróuðum V-Evrópulöndum sem eru hvorki í ESB né EES né heldur í tollabandalagi ESB og getur því samið frítt um viðskipti við önnur lönd.

https://www.frjalstland.is/2021/05/27/sviss-hafnar-valdi-brussel/


Borgin má ekki nota orkuna sína

ElliðaárvirkjunG35PCBMAMilliliður í orkusölu (sem spratt upp úr EES-tilskipunum) kærði Reykjavíkurborg til kærunefndar útboðsmála (sem spratt líka út úr EES) fyrir að nota orku Reykjavíkurborgar án þess að tilkynna það Stjórnartíðindum Evrópusambandsins! (Mbl. 25.5.2021)

(opinber innkaup stjórnast af ESB/EES, sjá https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html)

Reykjavík hefur framleitt orku fyrir Reykjavík síðan 27.júní, 1921, í 100 ár, mannsöldrum áður en Stjórnartíðindi Evrópusambandsins fóru að koma út!

 


Mannréttindum kvenna fórnað

EUflageurope-1045334_960_720Íslenskar konur þora ekki lengur að vera einar á ferðinni. Þær eru hræddar við að trúarofstækismenn, þróunarlandamenn, hælisleitendur elti þær og ráðist á þær.

Flóðið af "hælisleitendum" frá þróunarlöndunum til Evrópu hefur orðið til þess að frelsi kvenna hefur skerst. Eftir að Schengensamningurinn afnam landamæri innan ESB/EES dreifast hælisleitendur sem komast inn í Suðurevrópu um alla Evrópu. Um þverbak keyrði þegar kanslari Þýskalands ákvað að opna Þýskaland fyrir hælisleitendaflóðinu 2015 sem veitti milljónum norður um öll lönd ESB/EES. Kynferðislegt ofbeldi gegn konum hefur aukist, yfirvöld Evrópulanda ráða ekki við ástandið. https://www.frjalstland.is/2019/02/19/schengensamningurinn-longu-hruninn/

"-Það er ein mesta kaldhæðnin í sögu 21. aldar að sú ákvörðun sem skaðaði evrópskar konur mest á minni ævi var tekin af konu-" https://www.commentarymagazine.com/articles/brian-stewart/ayaan-hirsi-ali-vs-liberal-mob/

 


Auður norðurslóða

Grænlandcsm_DSC01879_f0aa9fac08Norðurslóðafundurinn í Hörpu var tilbreyting fyrir kóvíðlúna ráðamenn sem brostu breitt og Lavrov og Blinken náðu saman.

Alþingi samþykkti nýlega ályktun um norðurslóðastefnu Íslands, að miklu leyti upptalning sjálfsagðra hluta auk skyldujátninga um nýju fötin keisarans ("vísbendingar um alvarleika loftslagsbreytinga á heimsvísu orðið sífellt sterkari") Sjá um loftslag hér

Í ályktuninni fá sum helstu hagsmunamál Íslands á Norðurheimskautssvæðinu lítið vægi, til dæmis aðgangur að námusvæðum verðmætra efna, s.s. olíu og gass, og samstarf um nýtingu jarðefna Grænlands og kringliggjandi svæða. Enda verður torvelt að vinna úr efnum norðurslóða hér á landi meðan Ísland er undir stjórn ESB.


Gjaldeyrishöft og verðtrygging

seðlabankamerkiðindexÞað er að renna upp fyrir mönnum, m.a. Fjármálaráðuneytinu, (Fréttabl.í dag) að Seðlabankinn verður að hafa rúmar heimildir til að setja á gjaldeyrishöft, þrátt fyrir langvarandi trúboð (ó)hagfræðinga og kreddur ESB/EES. Afleiðingar EES

Það er líka að renna upp fyrir mönnum, m.a. Neytendasamtökunum,  að breytilegir vextir banka ganga ekki upp. Afnám verðtryggingar er klaufabragð, verðtryggingin er besta fyrirkomulagið svo fremi sem vísitöluviðmiðin eru rétt og sanngjörn.(Mbl 19.5.2021) Afnám verðtryggingar klaufabragð

 

Menn virðast hægt og hægt vera að jafna sig eftir Hrunið.

 


Munkhausensögur fyrir Gulla

clown-portrait-smiling-giving-thumbs-up-isolated-white-49178279Utanríkisráðherrann lét þrjú skoðanasystkin skrifa lofrollu um EES-samninginn, ritsmíðin átti reyndar að vera um "kosti og galla aðildar Íslands að EES" en varð 300 síðna svaml og ýkjur í stíl Munkhausen https://www.frjalstland.is/2019/03/08/uttektin-a-ees-ordin-skripaleikur/

Aðalskrifari lofrollunnar sendir endurtekið frá sér staðlausa stafi um EES, inntakið er að Íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálfir. "Stæðu Íslendingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu-" https://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/2264760/ Hið rétta er að ekki er "lagasamstarf" í EES, ESB semur lögin án samstarfs við Íslendinga. EES hefur einangrað Ísland frá vissum samskiptum við þjóðir heims (utan ESB/EES), sett höft á alþjóðaviðskipti landsins, spillt orkugeiranum, komið hömlum á uppbyggingu og valdið skertu athafnafrelsi.

https://www.frjalstland.is/2019/07/10/ees-samningurinn-er-ad-einangra-island/


Hver stjórnar skattkerfinu?

europiean-union-brexit-eu-blue-flag-yellow-stars-bl-blu-sky-sopy-space-close-up-129222587Sjálfstæðar þjóðir leggja skatta á þegna sína eftir eigin reglum. En Ísland þarf að fara eftir reglum ESB.

Kvartanir sendist eftirlits-skrifstofunni, ESA, sem passar að við hlýðum ESB/EES.

Mbl 14.5.2021


Varmaaflfræðilegt sjálfsmorð

toilet500_f_309367765_jrbq6qustdtjytqca5sx7duklwe9eutn.jpgLoftslagsmál ESB taka á sig allt fáráðnlegri myndir, banna á eldsneyti (ESB fær það frá Rússum og Aröbum) en nota vetni eða eitthvað enn óhöndulegra í staðinn. Faxaflóahafnir hafa nú ánetjast: "-Evrópusambandið er með mjög metnaðarfulla vetnisstefnu þar sem það vill auka hlutfall græns vetnis-".

Framleiðsla metanóls úr vetni og kolsýru frá Járnblendiverksmiðjunni var skoðuð fyrir um 4 áratugum. Eldsneyti úr rafgreiningarvetni (og vetnisafleiður s.s. ammóníak, hydrasín, metanól sem inniheldur kolefni) verður margfarlt dýrara og lélegra en venjulegt eldsneyti og þarf margfalt meiri orku en það skilar. Á máli verkfræðinnar heitir slík framleiðsla "varmaaflfræðilegt sjálfsmorð"!

Grænjaxlar halda að rafgreiningarvetni (og afleiður) geti orðið almennt eldsneyti. Kannske í alræðisríkjum en ekki hjá venjulegum Jarðarbúum.

https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband