Á ESB að stjórna fjármögnun virkjana?

boss500_f_71131877_yt1jahvgn9cgudtgneswvzpla0vueqws_1333875.jpg

 

 

 

 

 

 

Ein óþarfasta "stofnun" EES-samningsins, ESA, hefur heimildir til þess að hafa afskipti af og stjórna ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækja hér. Og auk þess má hún ganga að íslenskum fyrirtækjum. Stofnunin hafði í mörg ár í hyggju að stöðva ábyrgðir frá ríkinu til Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, en hætti við það eftir langar vangaveltur.

Að ESA hafi heimildir í EES-samningnum til að skipta sér af hvernig þjóðarfyrirtæki fjármagna virkjanir sýnir hversu glórulaus EES-samningurinn er. 

Á ESB að stjórna fjárfestingum hér?


Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada

https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/

ceta

Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.

Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans: 

Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:

1. Mynda vöxt og atvinnu

2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá

3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur

4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur

5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu – án þess að stytta sér leið

6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada

7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada

8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar

9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna

10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi

11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu

12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi

..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB. 

 

 

 


Blekkingin um "innri markaðinn"

magician-white-gloves-conjuring-playing-cards-cylinder-magic-wand-magician-making-trick-wand-playing-105861124.jpgSanntrúaðir landsölumenn galdra stundum góð spil upp úr hattinum þegar á að rökræða EES-samninginn. Besta spilið segir "EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði ESB"

Eins og svo margt annað hjá ESB er "innri markaðurinn" að miklu leyti sjónhverfing og skýjaborg sem lifir í huga ESB-sinna en er ekki til í raunveruleikanum. Ekki þarf annað en skoða tollskrá ESB til að komast að því að mikilvægustu útflutningsvörur okkar er best að tolla í ESB samkvæmt allt öðrum samningi en EES!

Hið rétta er að EES-samningurinn má fara án þess að það eyðileggi aðgang okkar að mörkuðum ESB. En EES er farið að hamla sókn fyrirtækja okkar á alþjóðamarkaði.

Alvarlegasta rangfærslan um EES


ESA hrærir í dómstólum landsins

"At­huga­semd­ir ESA varða hvenær beita eigi sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti) og um varnaðaráhrif sekta í sam­keppn­is­mál­um. Sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og dóm­stól­um aðild­ar­ríkj­anna er skylt að beita sam­keppn­is­regl­um EES-rétt­ar þegar máls­at­vik falla inn­an gild­is­sviðs EES-samn­ings­ins og at­huga­semd­ir ESA eru ráðgef­andi fyr­ir ís­lenska dóm­stóla."

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/09/22/send_ir_landsretti_at_huga_semd_ir_vegna_byko_mals_/ 

ESA taldi einnig dóma Hæstaréttar ranga og kvartaði til utanríkisráðuneytisins: 

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2216621

ESA virðist telja að "leiðbeina" þurfi íslenskum dómstólum í störfum þeirra, þó þeir eigi að vera sjálfstæðir og óháðir framkvæmdavaldinu, sem ESA er. 

 


Dag­bæk­ur Ólafs Ragn­ars varpa ljósi á Ices­a­ve

icesave_kostn

"Eft­ir einn slík­an fund hafi Dom­in­ique Strauss-Khan, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá hon­um. Það væri stórt vanda­mál í stjórn sjóðsins að Evr­ópu­rík­in væru á móti því að hjálpa Íslandi þó starfs­fólk sjóðsins vildi það."

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/20/dagbaekur_olafs_varpa_ljosi_a_icesave/ 

Það verður aldrei of oft sagt að Ólafur hafi bjargað þjóðinni undan oki sem Evrópa vildi leggja á Ísland alveg eins og þeir lögðu á Grikkland. Á sama tíma lögðust vinstri menn flatir fyrir ESB og sóttu um aðild,- í anda máltækisins "þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur", svo ekki sé fastara að orði kveðið.


Þjóðarsjóður bremsar atvinnuþróun

burfellsto.jpgAlþingi er að spá í að stofna "þjóðarsjóð" sem á að mjólka Landsvirkjun og nota féð til að verjast "ófyrirséðum áföllum". Allt í þoku. Það verða ráðnir krakkar til þess að fara með sjóðsféð til New York og London til að braska með og kaupa "verðbréf" (eins og fyrir Hrun). Það er því líklegt að úr verði mikið bruðl og mikið tap. Og minni uppbygging í orku- og innviðum hérlendis. Orkufyrirtækin eru farin að skrúfa orkuverðið upp yfir það sem  atvinnulífið þolir. Lokun atvinnutækja er í uppsiglingu og fyrirtæki þegar farin að reyna að losa sig við iðjuver. Orkuskortur er orðinn viðvarandi á vissum svæðum landsins og vantar fé í uppbyggingu orkukerfisins.

Það er glórulaus stefna að gera Landsvirkjun og Landsnet að okurbúllum sem flæma atvinnufyrirtæki úr landi til þess að blása upp bruðlsjóði stjórnmálaspillingar. Orkufyrirtækin eiga að uppfylla þarfir atvinnulífsins og setja peninga í að byggja upp orkukerfið. Og nota afganginn til að borga skuldir Landsvirkjunar (270 milljarða) og létta ábyrgðum af þjóðinni.

Eyðileging orkugeirans


Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála

"Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur ekki skyldu á ís­lensk stjórn­völd um að tengj­ast innri raf­orku­markaði ESB með sæ­streng og regl­ur hans varða ekki á nokk­urn hátt eign­ar­rétt á orku­auðlind­um á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/

Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.

Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.


ESB ákveður hverjir mega eiga fyrirtæki hér

Norsk Hydro ætlaði að kaupa ISAL. En samkeppnisyfirvöld ESB svara ekki hvort þau leyfi það. Að ESB geti ákveðið hverjir eiga fyrirtæki á Íslandi sýnir hversu ósjálfstæð íslenska þjóðin er orðin í heljartaki EES-samningsins. Ísland framleiðir meir ál en nokkurt ESB-land. Það er kjánalegt að láta ESB hafa vald til þess að skipta sér af álfyrirtækjum á Íslandi.

Norsk Hydro hætti við

Norsk Hydro er í hópi öflugustu fyrirtækja Norðurlanda, stofnað þegar Einar Ben ætlaði að hefja íslenskan iðnað. Það er enn eftir 113 ár að miklum hluta (40%) í almannaeigu enda nýtir það erfðasilfur Norðmanna: Fallvatnsorku Noregs.


Er hægt að gera fyrirvara við EES-tilskipanir?

laxarvirkjun85e8839033fcbe77.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alþingi á að stimpla EES-tilskipanir um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkumálum Íslands í vetur: "3. orkupakkinn", sá nr. 2 hefur þegar gert mikinn usla. ESB ræður ekki við að hafa sín raforkumál í lagi heima hjá sér og ekki líkur til að betur takist til hér. Orkuverð í ESB er miklu hærra en á Íslandi. Meining ESB er að nota íslenska orku til hagsbóta fyrir allt ESB. Við erum því að lenda kylliflöt í höndunum á klaufum í orkumálastjórn. Alþingismenn sem leitað hafa þekkingar á málunum hafa áttað sig á að ESB stefnir að því að ná undir sig stjórnvaldinu yfir þjóðarauð Íslendinga. Þingmönnum hefur dottið í hug að gera fyrirvara við stimplunina (þ.e. samþykkt Alþingis) eins og Norðmenn reyndu. En fyrirvarar undirsáta ESB við tilskipunum frá ESB hafa ekki borið árangur.

Aftur á móti getur Alþingi hafnað EES-tilskipunum ef að er gáð og kjarkur safnast.

Er hægt að setja fyrirvara við 3. orkutilskipanapakka EES?


Er áætlun ríkisstjórnarinnar raunhæf í loftlagsmálum?

Ísland er bundið áætlun ESB í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum EES og markmiðið er 40% lækkun kolefnislosunar fram til 2030 (m.v. 2005), áætlunin sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, þ.e. þau verða að tryggja þessa minnkun.  

losunartafla 

 Áætlunin stjórnvalda er er í 33 liðum og sögð ná til allra helstu uppspretta losunar, en tvö helstu áhersluatriði hennar eru orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu.

Einu beinu aðgerðir stjórnvalda er að styðja við rafvæðingu bíla og bann við innflutningi bíla sem brenna jarðeldsneyti 2030, árið sem markmiðinu á að vera náð.

Markmið í öðrum geirum eru óljós og bundnar við framlög til nokkurra aðgerða. Skipting fjárins liggur fyrir. Um 4 milljörðum varið til kolefnisbindingar á næstu fimm árum: Um 1,5 milljarði til króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi. Um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna loftslagsmála í gegnum Loftslagssjóð . Um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, bætt kolefnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu.

Mjög ólíklegt er að Íslandi takist að minnka losun um 1,345 milljónir tonna á 11 árum.

Losun stóriðja á gróðurhúsalofttegundum (GHL) Íslandi samkvæmt skýrslunni hefur vaxið úr 800 þús. CO2 tonna árið 2005 í 2.000 þús. CO2 tonn 2018, eða um 250%

Losun frá stóriðju og flugi fellur hins vegar ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda skv. Evrópureglum, heldur falla þær undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Á næstu árum á heildarlosun í viðskiptakerfinu að minnka um 43% til 2030 miðað við 1990. Á komandi árum þarf stóriðjan að greiða fyrir vaxandi hluta heimilda sinna og á það að þrýsta á aðgerðir til að draga úr losun.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Verður vald ESB yfir orkumálum allt í plati?

Erindrekar EES á Íslandi, ráðuneyti og opinberar stofnanir, halda því fram að 3. orkutilskipanahaugur ESB um raforkumál hafi enga virkni hér af því að ekki sé kominn rafstrengur til Skotlands. Þeir sem nenna að lesa tilskipanirnar komast strax að því að...

Utanríkismál undanþegin þátttöku í EES?

Stutt er í að Ísland verði ómarktækt í utanríkismálum , fylgispekt við pólitískar yfirlýsingar ESB gengur svo langt, að hún skaðar útflutningsgreinar landsins eins og sást best í stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Þáttaka í...

Útflutningsfyrirtæki föst í reglugerðafeninu

Hið síbólgnandi EES-regluverk gerir íslensk útflutningsfyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamörkuðum utan ESB. Tilskipanirnar eru oft til þess að setja hindranir á fyrirtæki landa utan ESB á markaði ESB. Stundum koma tilskipanirnar aftan að fyrirtækjum hér:...

Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS

"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af...

Hver verður staða Íslands við Brexit?

Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband