EES veldur orkuskorti

Atvinnureksturinn í landinu fær ekki þá raforku sem hann þarf, fyrirtæki eru í vandræðum vegna orkuskorts. Bygging virkjana og raflína, svo ekki sé talað um nýbyggingu iðnaðar, hefur ekki fylgt þróuninni. "Samkeppnisaukandi" eða "umhvefisverndandi" EES-tilskipanir hafa hamlað eðlilegri þróun orkugeirans, fest hann í hlekkjum regluverks EES um m.a. umhverfismat og starfsleyfi. Einnig er farið að sóa raforku í óhagkvæm notkunarsvið, að hluta vegna EES-tilskipana.


Svíar súpa seyðið af stjórn ESB á orkumálum

Orkukerfi ESB-landa eru sum orðin óhagkvæm og dýr í rekstri og þung byrði á almenningi þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur. Svíar, meðlimir í ESB, hafa ekki sloppið, þeirra orkumálum hefur hrakað. Og nú er líka komið á dagskrána hjá ESB að spilla orkukerfum Noregs og Íslands enn frekar en þegar er orðið. Alþingi er ætlað að sjá um það hér með því að lögleiða EES-tilskipanir þaraðlútandi með haustinu https://www.frjalstland.is/2018/08/07/samkeppnisvaeding-saenska-orkukerfisins-hefur-skadad-svithjod/


Nútíma landsölumenn

Bændur landsins eru orðnir aðþrengdir af illa stjórnuðum landbúnaðarmálum vegna EES-samningsins og innflutningi niðurgreiddrar matvöru frá ESB. Þeir, bústólparnir sjálfir, eru sumir orðnir svo illa staddir að þeir verða að gerast landsölumenn: Selja nytjaland Íslands, sjálfa landstólpana, til landkaupenda í ESB, auðlindir í jörðu innifaldar. Alþingi og landstjórnendur okkar geta ekkert gert, þeir stjórna þessu ekki lengur (Guðjón Ármannsson og Víðir Smári Petersen, Mbl 26.7.2018). Það gerir ESB gegnum EES-samninginn.

https://www.frjalstland.is/2018/07/21/vid-viljum-fa-landid-okkar-aftur/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband