Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB

Mikilsverðar spurningar voru lagðar fram á Alþingi 29. mai sl. til utanríkisráðherra af formanni Atvinnumálanefndar Alþingis(sjá að neðan). Vonandi verða svör ráðherra greinargóð, en mikilvægt er að Atvinnumálanefnd sem fær frumvarpið til umfjöllunar láti rannsaka huganlegt fullveldisafsal sem gæti falist í samþykkt þess og fyrirhugaða fjórðu orkutilskipun ESB. 

 

148. löggjafarþing 2017–2018. Þingskjal 1022 — 615. mál.

"Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn. Frá Óla Birni Kárasyni.

1. Hvaða rök lágu að baki því að íslensk stjórnvöld ákváðu að innleiða fyrsta orkupakka ESB hér á landi? Hvaða rök voru fyrir því að ákveða að orkumarkaður á Íslandi skyldi verða hluti af innri markaðnum?

2. Hverjar eru helstu breytingar sem gerðar hafa verið í þriðja orkupakkanum og hvaða áhrif hafa þær á Íslandi?

3. Hefur þriðji orkupakki ESB aðeins áhrif hér á landi ef Ísland tengist evrópskum orkumarkaði beint með lagningu sæstrengs? Ef svo er, hvaða áhrif?

4. Er tryggt að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, sem er stofnun á vegum ESB (e. Agency for the Cooperation of Energy Regulators, ACER), geti aldrei gefið út bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld? Er tryggt að aldrei komi til beins eða óbeins valdaframsals til ACER vegna málefna innlends orkuflutningsmarkaðar?

5. Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld undirgangist skuldbindingar um að styðja við kerfisþróunaráætlun fyrir raforkukerfi EES, sem virðist gera ráð fyrir sæstreng frá Íslandi, ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur?

6. Hvaða lögum þarf að breyta hér á landi ef stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans verður aflétt?

7. Hvað gerist ef Alþingi hafnar því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans?

8. Hvernig verður 102. gr. EES-samningsins virkjuð ef stjórnskipulegum fyrirvara verður ekki aflétt?

9. Hvaða svigrúm hefur sameiginlega EES-nefndin til að semja um breytingar eða undanþágur fyrir einstök EFTA-ríki í EES?

10. Hvað þarf að gerast til að hægt verði að hefja viðræður um að Ísland falli að mestu eða öllu leyti utan við orkuviðauka EES-samningsins? Eru viðaukar við EES-samninginn órjúfanlegur hluti hans og því ekki hægt að breyta viðaukum eða fella þá niður gagnvart tilteknu ríki?

11. Liggur fyrir úttekt á því hvernig tveggja stoða kerfi EES-samningsins hefur reynst með tilliti til fullveldisréttar Íslands?

12. Hafa eftirlitsstofnanir ESB gefið út tilmæli eða tilskipanir sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur talið sér skylt og rétt að taka upp?

13. Hefur ESA neitað að samþykkja tilmæli eða tilskipanir eftirlitsstofnana ESB? Ef svo er, í hvaða málum og hvers vegna?

14. Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónarmiðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orkumarkaðarins þegar og ef fjórði orkupakkinn verður innleiddur? 

Skriflegt svar óskast." (svar hefur ekki borist)


Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum

Verð los­un­ar­heim­ilda í sögu­legu há­marki.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.

156729_582x327

Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 € (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.

https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en

Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.


Tvískinnungur ESB í verndartollum.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts framleitt í ESB er niðurgreitt um 33-45%, sem hefur leitt til erfiðleika í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til.

Á sama tíma setur ESB mun hærra lágmarksverð og magntakmarkanir á landbúnaðarafurðir til ESB, til að koma í veg fyrir samkeppni við framleiðendur í ESB sem njóta niðurgreiðslanna. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


Ísland og verndartollar ESB

5137

 Einkennilegt hvernig talað er um verndartolla ESB í þessu máli,-eins og við höfum notið sérstakrar velvildar ESB.

Staðreyndin er sú að iðnaðarvörur voru tollfrjálsar til EB samkvæmt viðskiptasamningi áður en EES kom til. ESB hefði í raun verið að brjóta EES samninginn.

Ísland undanþegið verndartollum ESB: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/18/Island-undanthegid-verndartollum-ESB/

"EFTA-ríkin innan EES, þar með talið Ísland, eru undanþegin tímabundnum verndartollum ESB á stálvörum sem tilkynnt var um í dag. Undanþágan, sem veitt er á grundvelli EES-samningsins, skapar fordæmi og mun einnig gilda um mögulega verndartolla á innflutning á áli til ESB sem nú eru til skoðunar. „Slíkir verndartollar myndu hafa mikil áhrif hér á landi þar sem ESB er okkar helsti útflutningsmarkaður fyrir ál. EES-samningurinn mun því tryggja íslenskum álframleiðendum áframhaldandi aðgang að markaðnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra."


Regluverkið á Íslandi risavaxið

Ofvaxið regluverk er farið að gera íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamarkaði (utan ESB) og valda landflótta. Hjá Viðskiptaráði kemur fram að stofnun og uppbygging lítilla fyrirtækja, ekki síst nýsköpunar- og sprotafyrirtækja er erfið vegna mikils regluverks. Einnig kemur fram að rekstur þróaðra útflutningsfyrirtækja er kominn í vandræði vegna EES-regluverksins.

Um helmingur reglugerðanna sem stjórnarráðið gaf út í fyrra eru EES-tilskipanir. Evrópusambandið sendir hingað um 500 tilskipanir eða valdsboð árlega sem stöðugt auka byrðar íslenskra fyrirtækja.

EES-samningurinn er farinn að standa í vegi fyrir bæði starfsemi og þróun íslenskra atvinnuvega.


Blómleg verslun með falsanir

uppruni_orku2017os-stodlud-yfirlysing-2017-mynd-1.jpg

 

 

 

 

 

       Mynd frá Orkustofnun.

Evrópusambandið sendir frá sér mikinn fjölda tilskipana um umhverfisvernd til undirsátanna. Þegar að er gáð er oft ekki mikil vernd í þeim en nægar afsakanir fyrir meiri skattheimtu, sölu leyfa eð viðskiptum með kvóta. Sum "viðskiptakerfanna" hafa reynst svindlriðin en til gróða fyrir braskara í ESB.

Ein EES-tilskipunin, sem við undirsátarnir þurftum að láta Alþingi stimpla, er númer 2009/28 "-til að skapa skilyrði fyrir viðskipti með upprunaábyrgðir á raforku-". Hún heimilaði fyrirtækjum í ESB og EES að versla með vottorð um uppruna raforkunnar, þau sem ekki framleiddu umhverfisvæna orku gátu keypt sér vottorð um að þau framleiddu umhverfisvæna orku þó að það væri fölsun á staðreyndum.

Íslensku orkufyrirtækin virðast hafa gripið tækifærið fegins hendi. Þau voru búin að selja upprunavottorð fyrir um 87% af orkunni í fyrra, var þó ekki nema 79% árið 2016. Þau fá svo í staðinn skráningu sem kolaorkuver eða kjarnorkuver.

Útflutningsfyrirtækin sem framleiða með íslenskri orku eru því með slóðann af kolareyk og kjarnorkuúrgangi á eftir sér. Allt leyfilegar ESB-falsanir og skriflegar hjá erindrekum ESB hérlendis. (Bændablaðið 23.8.2018)


Norsk samtök mótmæla norskum afskiptum af íslenskum málefnum

Samtökin Nei til EU í Noregi hafa sent frá sér yfirlýsingu og mótmælt tilraunum norska utanríkisráðherrans til að fá Íslendinga til að samþykkja yfirtöku ESB á stjórnvaldi í orkumálum Íslands samkvæmt 3. orkutilskipanapakka ESB.

"Nei til EU krever at norsk innblandning i en sak som direkte berörer Islands suverenitet umiddelbart opphörer"

(Nei til EU krefst þess að norsk afskipti af máli sem beint varðar fullveldi Íslands hætti án tafar. Uttalelse fra Nei til EUs styre 18. august 2018)https://neitileu.no/aktuelt/-uforskammet-norsk-innblanding-i-islandsk-politikk


Norskur ráðherra rekur ESB-áróður hér

Norska ríkisstjórnin, sem skirrðist ekki við að koma völdum ESB yfir norsktstortingsbygningen_sommer_840x450_foto_stortinget.jpg orkukerfi í mars s.l, í trássi við þjóðarvilja Norðmanna, sendi utanríkisráðherra sinn til Íslands til að reyna að hafa áhrif á alþingismenn.

(Mbl.17.8.2018)

 

Samherjar okkar í Noregi, Nei til EU, vöruðu okkur við að þetta mundi gerast. Það á svo eftir að koma í ljós í haust hvort norskir ráðherrar geta líka stjórnað Íslandi með hræðsluáróðri


Gagnslaus fundur í HR um orkumál og EES-samninginn

businesswoman-paper-sheet-anywhere-buried-bureaucracy-concept-office-95952473.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklar vonir eru bundnar við að háskólarnir fari að leggja til agaða umfjöllun um mikilvægustu mál landsins og voru menn því spenntir fyrir fundinum í Háskólanum í Reykjavík um orkumálin og valdatökutilraunir ESB. Í ljós kom að 5 embættismenn og lögfræðingar, sem greinilega höfðu aldrei fengið alvöru stuð hvað þá raflost, þuldu langlokur um efni sem ekki kom vandamálinu með EES og orkumálin við. Engin svör fegnust við afgerandi spurningum.


Verslunarhöft EES á snyrtivörur

Verslunarhöftin sem við fáum með EES-samningnum eru ekki tollar heldur kvaðir um skráningu eða leyfi hjá ESB. Þau gera það að verkum að valkostir neytenda verða færri og oft verri og dýrari. Nú hafa fundist á markaðnum hér snyrtivörur sem ekki uppfylla skilyrði í EES-reglugerðum (Mbl.14.8.2018). Ekki þannig að eitthvað eitrað eða bannað efni sé í snyrtivörunum. Innihaldsefnin geta verið í góðu lagi og vel rannsökuð. En það dugir ekki, efnin skulu vera frá þeim sem ESB hefur velþóknun á. Og við hlýðum. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/


EES veldur orkuskorti

Atvinnureksturinn í landinu fær ekki þá raforku sem hann þarf, fyrirtæki eru í vandræðum vegna orkuskorts. Bygging virkjana og raflína, svo ekki sé talað um nýbyggingu iðnaðar, hefur ekki fylgt þróuninni. "Samkeppnisaukandi" eða "umhvefisverndandi"...

Svíar súpa seyðið af stjórn ESB á orkumálum

Orkukerfi ESB-landa eru sum orðin óhagkvæm og dýr í rekstri og þung byrði á almenningi þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur . Svíar, meðlimir í ESB, hafa ekki sloppið, þeirra orkumálum hefur hrakað. Og nú er líka komið á dagskrána hjá ESB að spilla...

Nútíma landsölumenn

Bændur landsins eru orðnir aðþrengdir af illa stjórnuðum landbúnaðarmálum vegna EES-samningsins og innflutningi niðurgreiddrar matvöru frá ESB. Þeir, bústólparnir sjálfir, eru sumir orðnir svo illa staddir að þeir verða að gerast landsölumenn: Selja...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband