Við viljum fá landið okkar aftur

Bretar ákváðu 2016 að þeir vildu fá landið sitt aftur úr klóm Brussel. Það er hörð barátta við harðstjórnarveldi ESB en Bretar eru staðföst lýðræðisþjóð sem stórveldin í ESB eru ekki og skilja því ekki ákvörðunina, lýðræðið á ekki langa sögu þar en er notað til að skreyta sig með á völdum tillidögum. Staðan hjá okkur Íslendingum er að verða þannig að við þurfum líka að fara að ákveða hvort viljum fá landið okkar aftur eins og Bretar. https://www.frjalstland.is/2018/07/21/vid-viljum-fa-landid-okkar-aftur/


Erlendur landeigendaaðall

Eitt versta þjóðfélag sem hægt er að hugsa sér er þar sem kreddur og landeigendaaðall ráða ferð. Þanng var það á myrkum öldum Íslandssögunnar og nú gæti aftur stefnt í sama farið. Nokkrir stórfjárfestar í ESB geta líklega keypt obbann af nýtilegu íslensku eignarlandi af aðþrengdum bændum sem hafa litlar tekjur vegna samkeppni við niðurgreiddar búvörur frá ESB og oft takmarkaðar tekjur af ferðamönnum.

Samkvæmt EES-samningnum mega aðilar í ESB kaupa land á Íslandi. Ráðamenn okkar segjast vilja stöðva uppkaupin. Það er í raun mjög einfalt að gera það: Segja upp EES-samningnum. En hafa ráðamenn okkar kjark til þess?


Verðhækkun á bílum í boði ESB

vwbeetleautomobile-1853936_960_720.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Volkswagen bjallan var 750 kg en svipaður rafbíll er 1500 kg.

 

 

Opinber gjöld af nýjum bílum eiga nú að hækka mikið út af nýjum mæliaðferðum á mengun samkvæmt ESB. Þær heita "WLTP" (alheims samræmdar léttfarartækja mælingaaðferðir), dæmigerð nafngift hjá ESB sem gefur til kynna að eitthvað alþjóðlegt sé við reglurnar en ESB finnst að þeirra reglur eigi að gilda fyrir alla heimsbyggðina. Það er ekki svo að mengunin frá bílunum aukist, bara mæliaðferðin sem sýnir hærri gildi á koltvísýring svo hægt er að hækka opinber gjöld sem fara mest eftir einmitt koltvísýringsútblæstrinum (Mbl 6.7.2018). Mengun frá fólksbílum er reyndar mjög lítil miðað við annað frá mönnum, koltvísýringurinn er auk þess ekki eitraður þó önnur efni frá bílnum séu vond (koleinsýringur, köfnunarefnissýrlingar, sót). En versta mengunin kemur frá framleiðslu bílanna, sérstaklega rafbíla sem auk þess eru þungir og valda meiri svifryksmengun úr vegunum.

Það er dýrt spaug að taka upp allt reglufargan ESB um "mengun". Við þurfum nú þegar að keyra á dýru og lélegu eldsneyti samkvæmt uppskrift ESB sem skattgreiðendur niðurgreiða auk þess með stórfé. Og rafmagnsbílar frá mengandi verksmiðjum kosta skattgreiðendur og bílaeigendur fúlgur fjár, borga ekki einu sinni sinn skerf af vegaslitinu þó þeir séu blýþungir og slíti vegum mikið.


ESB-herinn stofnaður

ESB-herinn var stofnaður í síðustu viku með hefðbundnar stríðsþjóðir í broddi fylkingar. Níu lönd eru aðilar og á herinn að sinna "sérstökum verkefnum". Þetta gerist á sama tíma og ESB hefur uppi hótanir og stríðsæsingar gegn Rússum. Fyrir okkur Íslendinga, sem höfum horft á styrjaldir þessarra þjóða úr öruggri fjarlægð, vekur þessi þróun upp minningar um uggvænlega atburði fyrri tíma.

Það sem gerir málið hættulegra fyrir Ísland nú er að ESB hefur tekið sér vald til að taka ákvarðanir um utanríkisstefnu Íslands. Til þess að lenda ekki í hringiðu árekstra gömlu stríðsþjóðanna við sína nágranna verður Ísland að ákveða sjálft sína utanríkisstefnu á grundvelli hagsmuna landsmanna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband